BAGGALÚTUR – NÆSTU JÓL (2010)

Það er orðin hefð að Baggalútur komi með jólin í formi einstaks jólalags í aðventunni. Þetta hafa oftast verið erlend popplög, sem maður tengir auðvitað ekkert við jólin, fyrr en þeir koma með íslenskan jólatexta við þau.

Ég held að þeir hafi byrjað á þessu um aldamótin og kynntu lögin að öllu jöfn í sjónvarpinu á besta tíma fyrir jólin.

2006 áttu þeir greinilega nóg á eina plötu og gáfu þá út „Jól og blíðu“ og meðal laganna voru “Kósíheit par exelans” og “Sagan af Jesúsi”.

Og hér er komið framhaldið, „Næstu jól“, með lögum frá 2007 til 2010.

Þar halda þeir uppteknum hætti og búa til jólatexta við erlend lög sem eiga ekkert skylt við jólin. Það er svo sem

ekkert nýtt með það eitt og sér, nema hvað þeirra textar eru allir í léttleikanum, gleðinni og kannski hæðninni.

Jólalögin sukkárið 2007 voru ekkert smá grand. Rightous Brothers lagið „You‘ve Lost Thast Lovin‘ Feeling“ fékk ýkta Phil Spector útsetningu með milljón stjörnum í bakröddum, fullt af bassaleikurum og gítarleikurum og öllum hinum. „Ég kemst í jólafíling“ er ákkúrt lag sem kemur mér í jólafíling síðan.

Beach Boys lagið „Kokomo“ verður að „jólum á Kanarí“ ekta velmegun og makindi og líka mikil útsetning.

Kreppan var komin ári síðar.  Og það kom bara eitt lag.

Bee Gees lagið „Woman In Love“, sem Barbra Streisand gerði frægt, varð að „Það koma vonandi jól“, en það var s

kó ekkert gefið rétt fyrir þau jól!  Lagið er flott hjá þeim og á eftir lifa.

2009 gáfu þeir frá sér 4 lög hvorki meira né minna.

„I‘ve Had The Time Of My Life“, er lag úr Dirty Dancing myndinni sem Bill Medley (Rightous Brothers) og Jennifer Warnes sungu. Lagið heitir á íslensku „Hvað fæ ég fallegt frá þér“

Lagið „Only You“ sem var vinsælt með Flying Pickets fær hér sömu Acapella útsetninguna (bara sungið, margraddað) og heitir „Jólalag“.

„Til hammó með ammó“ er erlent lag sem ég þekki ekki, en heitir á frummálinu „My Name Is Potato“.

Og svo kom snilldin „Leppalúði“ þetta ár líka, en Ragga Gísla söng með þeim lagið sem hét upprunalega „Somewhere Down The Crazy River“ og er eftir Robbi Robertson úr The Band, en lagið var á fyrstu sólóplötunni hans. Hvernig þ.að gat orði að jólalagi um Leppalúða er ofar mínum skilningi. En þvílík snilld.

Og nú er komið 2010 og þeir settu í gírinn og kláruðu fjögur lög í viðbót.

Hið flotta lag Smokey Robinson frá 1979, „Cruisin“  verður að íslensku „Jólaknúsi“ í texta Braga Valdimars Skúlasonar en hann semur alla textana á plötunni (tvo reyndar ásamt gulltenórnum Guðmundi Pálssyni)

„Silly Love Songs“, lag Paul McCartney, verður að „Jólalegu jólalagi“ og heppnast auðvitað vel.

„Saddur“ hefur líklega verið mest spilað af nýju lögunum en þar er gamla góða lagið „Je t‘aime … moi non plus“

frá Serge Gainsbourg og Jane Birkin. Ágætt að yfirfæra stunurnar á þennan hátt!

„Guð gaf okkur jólafrí“ sem er alvöru rock n roll jólalag frá þeim félögum! Kiss fluttu þetta lag, „God Gave Rock N Roll To You II“ 1991 í kvikmynd, en það var endurgerð á lagi Russ Ballard sem Argent gerði vinsælt áður.

En þessi sögulega úttekt segir í raun ekkert um útkomuna, því „Næstu jól“ er bara frábær jólaplata, sem ásamt plötunni hans Sigga Guðm er nauðsynleg í stemmninguna um þessi jól.

10/10 (sem jólaplata)

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Sérvalið, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *