PLÖTUR ÁRSINS 2010 (ERLENDAR)

Þá er komið að aðallista ársins. Ég endaði að gera topp 200, en birti þó bara 50 hér, enda eru svona listar síbreytilegir frá degi til dags eins og vera ber, sumar plötur batna með árunum og aðrir versna.

2010 var ekki besta árið í erlendri músík, engar alvöru stórstjörnur með nýjar alvöru plötur. Ekki U2, Rolling Stones, R.E.M., Paul McCartney, Ray Davies, Pink Floyd, Bruce Springsteen, Bob Dylan eða King Crimson (svo ég nefni nokkrar af mínum hetjum). Og sumar hetjurnar mér gerðu bara ekki nógu góðar plötur.

TOPP 50

1             John Grant         Queen of Denmark

John Grant var forsprakki The Czars sem gerðu frábæra plötu 2006, Sorry I Made You Cry (# 5 í mínum lista þá) Midlake spilaundir án þess að gera þetta að sinni plötu. Frábærar melódíur.

Besta lagið: I Wanna Go To Mars

2             Paul Weller        Wake Up the Nation

Paul Weller gerði góða “soulaða” plötu með frábærum lögum. Líklega besta sólóplatan á ferlinum.

Besta lagið: No Tears To Cry

3             Neil Young          Le Noise

Þetta er alvöru sólóplata, Neil einn með gítarana sína og einn að láni frá upptökustjóranum og hugmyndasmiðnum Daniel Lanois. Stundum hávært grenjandi rokk með rafmagnsgítar og country/folk með kassagítar.

Besta lagið: Angry World

4             Belle & Sebastian            Write About Love

Þessu bandi tók ég fyrstu verulega eftir á síðustu plötu þeirra The Life Pursuit, og fann flest eldra með þeim í kjölfarið. Þessi plata hefur verið styrkjast með hverjum degi.

Besta lagið: Write About Love

5             Tom Petty & The Heartbreakers              Mojo

Gott comeback hjá Petty. Skemmtilega hrá og blúsuð. Og góðar lagasmíðar.

Besta lagið: Good Enough.

6             The Coral            Butterfly House

Coral eru búnir að gefa út nokkrar góðar plötur og þessi er mjög góð. Kemur líka í viðhafnarútgáfu með kassagítarútgáfum af lögunum.

Besta lagið: 1000 Years.

7             Natalie Merchant            Leave Your Sleep

Natalie Merchant kom mér heldur betur á óvart með þessari plötu. Hún safnaði saman barnaljóðum og gerði sjálf lög við þau. Platan er eins og klassísk þjóðlagaplata með líflegum lögum og góðum textum. Kom út sem tvöföld plata og einföld með útdrætti af hinni.

Besta lagið: Nursery Rhyme Of Innocence And Experience.

8             Arcade Fire        The Suburbs

Arcade Fire komu bara með flotta plötu þá ég hafi ekki verið gagntekin strax. Líklega plata ársins þegar allir helstu listar er teknir saman.

Besta lagið: We Used To Wait.

9             Robert Plant      Band of Joy

Þetta var comeback platan frá Plant fyrir mig. Ég var ekki jafn sáttur við plötuna með Krauss. Buddy Miller prodúsent hefur gert góða hluti með Emmylou Harris og toppar sig hér.

Besta lagið: Angel Dance

10           Ian McNabb       Great Things

Eitt af mínum uppáhöldum. Selur ekkert, þurfti að kaupa þessa í gegnum aðdáendaklúbbinn eins nokkrar síðustu. Vel gert þó að litlum efnum sé. Hann ætlar að endurreisa Icicle Works 2011 og reyna enn á lukkuna. Ekta Liverpool talent.

Besta lagið: New Light

11           Richard Thompson         Dream Attic

Skrýtin Thompson plata. Allt ný lög tekin upp á hljómleikum. En … það er hægt að kaupa tvöfalda útgáfu með öllum lögunum í stúdíóútgáfum þó það séu bara demo.

Besta lagið: Haul Me Up

12           Elvis Costello     National Ransom

Costello er frá Liverpool og hann að semja lög og syngja. Líklega er sjónvarpsþátturinn hans vinsælli en plöturnar upp á síðkastið. T Bone Burnett prodúserar eins og oft á seinni plötunum.

Besta lagið: National Ransom (auðvitað beittur texti)

13           Graham Parker Imaginary Television

Graham Parker er líka uppáhalds. Hann gerir varla slaka plötu þó þessi sé ekki hans besta þá er hún betri en flestar frá öðrum(!). Alltaf beittur í textunum.

Besta lagið: See Things My Way

14           Gorillaz                Plastic Beach

Þessi plata kom mér mest á óvart á árinu. Reyndar “downloadaði” ég mun betri og reyndar mun lengri útgáfu í upphafi og hefði viljað komast yfir þá útgáfu á CD. Mörg góð lög.

Besta lagið: Stylo.

15           Elliott Murphy   Elliott Murphy

Enn eitt uppáhaldið. Lítið búinn að hlusta á hana og þetta er reyndar fyrsta platan í langan tíma sem situr ekki inn á topp 10. En kannski verður hún enn betri. Kallinn var einu sinn „nýi Dylan“ eins og svo margir. Hann hefur búið í Frakklandi um langt árabil og þið skuluð endilega fara á konsert með honum þar, ef Springsteen er í bænum stígur hann alltaf á stokk. Mikið ljóðskáld.

Besta lagið: Poise n Grace

16           Elton John & Leon Russell           The Union

Elton fann uppháhaldið sitt Leon Russell á gamalsaldri í hrörlegra rúta að þræða klúbba í Ameríku og fékk hann til að gera plötu með sér (og hækka bílastandardinn!) . Það heppnaðist listavel.

Besta lagið: If It Wasn‘t For Bad

17           Midlake               The Courage Of Others

Sérstakt band með sérstakan stíl. Hefur lítið sést á árslistum. Líklega ekki lengur IN.

Besta lagið: Act Of Man

18           Black Dub            Black Dub

Nýtt band með gömlum hundum. Daniel Lanois með stúdíóbandið sitt og dóttur Chris Whitley. Lanois plata af bestu gerð.

Besta lagið: I Believe In You.

19           Loudon Wainwright III 10 Songs For The New Depression

Allta beittur alltaf hæðinn. Kreppan á Íslandi kemur auðvitað fyrir í þessum 10 lögum fyrir nýju kreppuna. Fyrir þá sem ekki vita þá er hann pabbi Rufusar og Mörthu.

Besta lagið: On To Victory Mr Roosevelt

20           Manic Street Preachers               Postcards From A Young Man

Ég hef hingað til vanmetið þetta band. Fannst það ekkert sérstakt í byrjun heyrði síðan nokkur lög með hverri nýrri plötu frá ca. 1998. Þessi plata var dæmd í Popplandi á árinu og þá var ekki um neitt annað ræða en að hlusta vel. Góð kröftug poppplata með sterkum popplögum.

Besta lagið: It‘s Not War Just The End Of Love.

21           The National      High Violet

The National skoruðu hátt á mörgum árslistum enda hin efnilegasta plata.

Besta lagið: Bloodbuzz Ohio

22           Jakob Dylan       Women & Country

Jakob hefur alltaf liðið fyrir það að vera sonur Dylans og hafa ekki séns í þeim samanburði. En hann hefur farið sínar eigin leiðir og oft líkst öðrum frekar  t.d. David Bowie. En alltaf verið góður.

Besta lagið: Nothing But The Whole Wide World

23           Gordon Haskell Hianides             One Day Soon

Gordon vakti auð vitað athygli mína þegar hann söng „Cadence And Cascade“ á annarri plötu King Crimson, sem er mikið uppáhald. Gordon sló heldur betur í gegn með lagið „How Wonderful You Are“ fyrir nokkrum árum og er enn að gefa út Whiskey grát plötur  sem er bara góðar.

Besta lagið: Forevermore

24           Ralph McTell      Somewhere Down The Road

Mikið uppáhald mitt í þjóðlagageiranum. Hann er lang þekktastur fyrir lag sitt Streets Of London. Þetta er bara fín plata með fínum frumsömdum lögum í þjóðlagastíl aftur eftir að hafa verið að fikta í blúes.

Besta lagið: The London Apprentice.

25           Villagers              Becoming A Jackal

Fyrsta platan þeirra eða hans Conor O‘Brien og var útnefnd til Mercury verðlaunanna og líst sem plötu mikilla töfra og dulúðar. Í þjóðlagaanda.

Besta lagið: Becoming A Jackal.

26           The Ghost Of A Saber Tooth Tiger           The Ghost Of A Saber Tooth Tiger (Acoustic Sessions)

Sean Lennon er með nýrri kærustu, fyrirsætunni Charlotte Kemp Muhl og þau eru GOASTT. Þau eru í anda fjölmarga góðra Amerískra girl-boy dúetta og við sem sáum Yoko og Plastic Ono Band í Háskólabíói á árinu vitum við hversu mikill músíkant Sean er. Charlotte er líka liðtæk á flest hljóðfæri.

Best a lagið: Jardin de Luxembourg.

27           MGMT Congratulations

Það var mikið látið með þessa plötu á árinu og gáðum henni góða dóma í Poppland og Poppheimum. Síð-sýru popp að bestu gerð, melódískt og ævintýralegt.

Besta lagið: Congratulation

28           Mary Chapin Carpenter               The Age Of Miracles

Mary Chapin gerði mjög góða plötu fyrir mörgum árum „Stones In The Road“. Nýja platan er að mínu mati sú besta síðan. Country Pop af bestu gerð.

Besta lagið: I Put My Ring Back On.

29           Cerys Matthews              Tir

Cerys var söngkona Catatonia, sem áttu nokkur flott lög eins og Mulder & Skully, og hún söng frábæran dúett með Tom Jones, It‘s Cold Outside. Sólóferill hefur ekki skilað miklum vinsældum en fínum plötum þó. Þessi plata er á móðurmáli hennar ekki það aðgengilegasta í heimi, velsku.

Besta lagið: Myfanwy

30           Ray Davies          See My Friends

Þetta er ekki plata sem ég bjóst við frá Ray. Platan með gömlu lögunum sungin með kór í fyrra og núna dúettaplata með gömlu  lögunum. Kannski verð ég sáttur eftir tvær plötur með nýju efni en miðað við Other People‘s Lives og Working Mans Cafe gerði ég ráð fyrir því að hann ætti nóg eftir. Útgáfurnar eru sumar ágætar. En að öllu jöfnu ætti Ray Davies plata að vera á topp 5 hjá mér.

Besta lagið: Days/This Time Tomorrow (með Mumford & Sons)

31           Fistful Of Mercy               As I Call You Down

Súpergrúppa? Semi súper? Ben Harper, Joseph Arthur og Dhani Harrison plús fiðluleikari. Gott kassagítarpopp.

Besta lagið: Fistful Of Mercy

32           Donovan             Ritual Groove

Ný plata frá Donovan er ekki daglegt brauð. Það má reyndar deila um það hvort þessi plata sé opinberlega komin út.

Rick Rubin ætlaði honum að taka við American vinsældum Johnny Cash þegar hann gerði með honum plötuna Sutras, rétt eftir að hann kom til Íslands og í hálftíma viðtal á Rás 2 við undirritaðan.  Það gekk ekki eftir og hann skreið enn og aftur í híði. Hann fullt af góðu efni óútgefið miðað við bútta sem ég á. Músíkin er viss vonbrigði hér. Tvöföld plata allt of væmin og tilraunalaus. Lögin mættu vera betri, söngurinn farinn að gefa sig. Hann hefur forskot hjá mér og ég ætlaði honum sæti á topp 10, en svona er þetta bara stundum. Betra næst?

Besta lagið: Cherchez l‘Erreur

33           Band of Horses Infinite Arms

Ef þú átt aukapening og ert búinn að kaupa meistaraverkin og þá sem þú safnar og vilt bæta einu besta nýja bandinu í safnið þá er þetta hún

Besta lagið: Compliments

34           Apples In Stereo             Travellers In Space And Time

Skemmtilegt experimental pop band sem á til að gera góða hluti sem fáir taka eftir, á meðan ný slakari bönd fá athygli af því að þau eru ný.

Besta lagið: Dance Floor

35           Sheryl Crow       100 Miles From Memphis

Sheryl var ein sú ferskasta 1994 með fyrstu (formlegu) plötuna sína, gamaldags líflegt popp með rokk ídýfu. Langt frá sínu besta en verður að duga.

Besta lagið: Summer Day

36           Los Lobos            Tin Can Trust

Það er nokkuð hægt að treysta á Los Lobos þeir spila ennþá blúsað mexicana popp rokk!

Besta lagið:  Burn It Down

37           Allison Moorer Crows

Nýjasta eiginkona Steve Earle, og auðvitað búin að breytast úr country í metnaðarfullt jaðarfolk rokk. Vel gert.

Besta lagið: The Broken Girl

38           Justin Townes Earle       Harlem River Blues

Sonur Steve Earle erfði bæði músíkgenin, uppreisnargenin og drykkjugenin í það minnsta.

Besta lagið:  Harlem River Blues

39           Bombay Bicycle Club      Flaws

Eitt af þessum nýju popp folk böndum (þó platan á undan hafi verið post punk rock). Góð lög og efnilegir spilarar.

Besta lagið: Ivy & Gold

40           Ashley Hutchings & Ken Nicol    Copper Russet & Gold

Ashley er auðvitað fyrrum Fairport Convention bassisti, stofnandi Steeleye Span og Albion Bandanna og Ken Nicol spilaði með Albion og Steeleye Span líka.

Besta lagið: The Five Barred Gate

41           Fran Healy          Wreckorder

Fran er höfuðpaur Travis sem gerði það gott í nokkur ár. Strákurinn semur góð lög og söngröddin sérstök. Þetta er bara framhald á Travis.

Besta lagið: Buttercups

42           Eric Clapton        Clapton

Ein slakasta plata Eric Clapton, en samt ok. Allt of mikið af gömlum söngleika og revíulögum fyrir minni smekk og meira að segja lagið sem ég nefni best (best lysandui fyrir plötuna þó) er reyndar ekki besta lagið!

Besta lagið: Autumn Leaves

43           Johnny Cash      American VI: Ain’t No Grave

American serían er þá komin í 6 plötur löngu eftir fráfall hans. Þetta er nokkuð farið að þynnast en samt betra en flest sem lifandi gefa frá sér!

Besta lagið: Ain‘t No Grave

44           Laura Marling    I Speak Because I Can

Laura Marling vakti loks athygli með þessari plötu. Við dæmdum hana í Popplandi á árinu. Pop Folk.

Besta lagið: Goodbye England

45           Katie Melua       The House

Líklega ekki besta plata Katie, sérlega ekki til vinsælda séð, en hún hefur alltaf verið með eitt eða tvö stórgóð lög á plötunum sínum og þessi er engin undantekning.

Besta lagið: I´d Love To Kill You With A Kiss

46           Trembling Bells Abandoned Love

Á meðan Fairport Convention þróuðust úr Pyschedelic í Folk Rock hafa Trembling Bells snúið því við á annarri plötu sinni frá þeirri fyrstu sem kom út í fyrra.

Besta lagið: Adieu England.

47           Black Keys          Brothers

Eitt af þessum böndum sem ég kynntist í gegnum Plötu vikunnar á Rás 2. Flott blues rock dúett. Svaka trommari.

Besta lagið: Tighten Up

48           Wolf People      Steeple

Nýtt breskt band byggt á progressive music og folk. Efnilegir.

Besta lagið: Silbury Sands

49           Alasdair Roberts              Too Long In This Condition

Alasdair er folk söngvari sem er búinn að gefa út plötur síðan 1997, fyrst 3 með Appendix Out og síðan 2001 einar 6 plötur í eigin nafni auk einnar með Will Oldaham meðal annars. Hér eru það klassísk þjóðlög sem er tekin fyrir, en hann á ekki í vandræðum með að semja sjálfur.

Besta lagið: The Deamon Lover

50           Carolina Chocolate Drops            Genuine Negro Jig

Forvitnilegt acoustic tríó byggt á blues og hillbilly músík. Með betri jaðarmúsík ársins.

Besta lagið: Hit Em Up Style

This entry was posted in Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *