HAFDÍS HULD – SYNCHRONISED SWIMMERS (2009)

004Mér finnst þessi stelpa frábær. Frábærar poppaðar melódíur, bráðskemmtilegir og góðir textar. Röddin er ekki stór en afar sjarmerandi, og flutningur og útsetningar alveg 100% að mínu skapi.

„Synchronised Swimmers“ er önnur plata Hafdísar, en hún hefur haldið sig að mestu í Englandi undanfarin ár og nam tónsmíðar í skólanum hans Paul McCartney ef ég man rétt. Fyrri platan hlaut mikið lof þegar hún kom út 2006 en hún var svona meira basic, hrárri.

Hér eru útsetningarnar meiri, með sínum slaufum og skreytingum í hljóðfæraleik og útsetningum. Hljóðblöndunin er líka góð með sönginn alltaf fremstan. Á plötunni eru þrettán lög, hvert með sínum karakter.

Platan hefst á „Action Man“ sem er fjórða lagíð „í spilun“ af þessari plötu, flott popplag með vel sömdum texta og góðu „húkki“ og nettu einföldu banjói, síðan kemur „Oldest Friend“ , enn einn góður textinn, flottir strengir og skemmtilegur taktur.

Þriðja lagið er hið vinsæla „Kónguló“ sem fór annað „í spilun“. Lagið er bráðgott, líflegt og alltaf gaman að blanda íslenskum orðum inn í enska texta. „One Of Those Things“ er „folky“ og byrjar með kassagítar og fer í létt undirspil með harmonium í milliköflum.

Hún flutti „Boys And Perfume“ í söngvakeppni sjónvarpsins, og ekki spurning, mér fannst það best, byrjar nett og minnir alvarlega á Suzanne Vega og ekki leiðum að líkjast. Skemmtileg saga.

„Synchronised Swimmers“ er skemmtilegur leikur af orðum, en það er ótrúlegt hvað hún hefur gott vald á enskunni.

„Daisy“ er svona „happy go lucky“ með texta sem er alls ekki „happy“. Það fjallar um að vera sagt upp af kærastanum fyrir hana Daisy!

„Time Of My Life“ .. is passing away…, er með viðeigandi angurværu lagi, á meðan textinn í „Homemade Lemonade“ vekur upp minningar um „Tom‘s Diner“ hennar Suzanne Vega! Skemmtilega uppsett sviðmynd. Og enn og aftur afbragðs textavinna, nett undirspil og röddun.

„I Almost Know A Criminal“ semur hún með Nik Kershaw sem átti sínar 15 mínútur á níunda áratugnum. Hér minnir Hafdís kannski pínulítið á Kate Bush, dálítið svona drama.

„Robot Robot“ minnti mig fyrst á lagasmíði Paul McCartneys í seinni tíð, nett popplag.

Boo Hewerdine er annar þekktur lagasmiður sem hjálpar Hafdísi með lagið „Vampires“ og syngur það með henni. Annað fallegt popplag, en ég skil ekki þetta vampíru rugl sem tröllríður kvikmyndum og sjónvsrpsþættum.

Lokalag plötunnar er „Winter Sun“ sem hún semur með Alisdair Wright eins og flest laganna. Hugljúft lag semur líkur plötunni með því að renna út…  

Hún minnir mig mest á Suzanne Vega, en stundum á Melanie, stundum á Kate Bush, stundum jafnvel á Joni Mitchell, stundum á Janis Ian og Carole King, og stundum á Emiliönu, en samt ekki lík neinum sem ég hef hlustað á, í raun og vera.

Það hafa margar söngkonur komið fram á síðustu 20-30 árum sem eru góðar og Hafdís er ein af þeim.

Hún er meðal þeirra bestu í textum og lögin falla vel að og lögin eru alltaf fullunnin.

Besta plata sem ég hef heyrt langa lengi frá íslenskum listamanni.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

3 Responses to HAFDÍS HULD – SYNCHRONISED SWIMMERS (2009)

 1. Kolbrún Halldórsdóttir says:

  Flott umsögn um Hafdísi Huld. Ég hef alveg sömu tilfinningu fyrir henni og þú lýsir þarna. Hlustaði mikið og lengi á Dirty Paper Cup og hlakka til að fjárfesta í Synchronised Swimmers… K

 2. Pablo says:

  Wow,i want to have this album …..you can pass it to my e-mail?I’m from Spain…..and i need to listen…i have the first original and here in Spain doesn’t are the second album of Hafdis 🙁
  If you pass me the second album,i will be grateful with you Always!:-)
  Thanks in advance,
  Pablo.

 3. Redkez says:

  You can buy a copy of a very special limited, signed edition of ‘Synchronised Swimmers’ from Hafdis Huld’s management, Red Grape. This is the link: http://www.redgraperecordsshop.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *