WALKMEN – LISBON (2009)

Hljómsveitin var stofnuð í New York  árið 2000  upp úr böndunum Jonathan Fire*Eater og Recoys, sem voru Garage Band frá Washington. (Garg bönd?).

Fyrsta breiðskífan sem heitir bara „Everyone Who Pretended To Like Me Is Gone“ kom út tveimur árum síðar. Hún fékk góða dóma og þeim var líkt við U2, The Cure og The Strokes og ég er nokkuð sammála með Cyre og Strokes.

Og þar er samlíkingin rödd Hamilton Leithauer sem er óvenjuleg og áberandi.

Næsta plata „Bows + Arrows“ kom út 2004 og er líklega vinsælasta patan þeirra en lagið „The Rat“ var mjög áberandi og varð smá kult.

Árið 2006 gáfu þeir út tvær breiðskífur. „A Hundred Miles Off“ með aðallaginu „Louisiana“ og þar bættu þeir við brass sándi sem er líka áberandi á nýju plötunni. Hún platan „cover“ platan „Pussy Cats by the Walkmen“. Þar kópera þeir breiðskífu Harry Nilsson og John Lennon „Pussy Cats“ sem var kannski aldrei vinsæl en er í dag mikilsvirt.  Og vel á minnst þeir kópera hana nokkuð vel.

„You & Me“ kom út 2008 , án þess að skapa neinar öldur.

Walkmen kynntu nýju plötuna „Lisbon“ sem kom út í september, á útihátíðum eins og All Tomorrows Parties, Lollapalooza, Reading Festival og Leeds Festival.

Hún fékk góða dóma, sérstaklega hjá indie pressunni t.d. Pitchfork og Pop Matters.

Mér finnst þetta ágætisplata, ágætis lög, skikkanlega hrátt eða pönkað popp, en samt í anda Cure og Strokes.

Besta lagið er Angela Surf City og nokkur góð önnur. Fyrsta smáskífan var „Stranded“ með miklu brass sándi og laglínu sem fengin er að láni frá kanasálminum „Rock Of Ages“, sem allir þekkja úr milljón amerískra áróðursmynda um hið eina sanna lífsviðhorf og lífsstíl.

Spilamennska er öll svona simpil og ein nóta í einu og minnir hráleikinn dálítið á byrjendur og ætti auðvitað að vera hvetjandi fyrir krakka að fara að spilað eins og pönkið gerði.

Annars minnir einnarnótu gítarpikkið mig á einn uppáhalds íslenska gítarleikarann minn hann Tryggva Þór sem var í Fræbbblunum!

Alls ekki vont en skilur lítið eftir sig hjá manni sem hefur hlustað á margt um ævina.

6 stjörnur af 10.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *