PLAN B – THE DEFAMATION OF STRICKLAND BANKS (2010)

Fyrsta platan hans Ben Drew, 27 ára hvítum Breta frá London, Who Needs Actions When You Got Words, sló kannski ekki stórt í gegn 2006, en Defamation of Strickland Banks gerði það svo sannarlega.

Plan A var kannski Justin Timberlake, Oasis og Blur skeiðið hans, og Strickland Banks þá frekar Plan C eftir rapp og hipp hopp tilburði fyrstu plötunnar.

CV eða ferilskráin hans Ben á Wikipedia er skrautleg og glæsileg!

Bíddu við ferill byrjaði 2006 og hann einn vinsælasti breski nýliðinn í dag, búinn að leika í 4 í kvikmyndum, gefa út 2 breiðskífur, 9 smáskífur, syngur á 4 smáskífum með öðrum, 10 myndbönd, sem menn gera varla í dag, lög á fjölda safnplatna, gestur á 14 lögum hjá öðrum, verið leikstjóri 3ja smámynda svo eitthvað sé nefnt.

Hann hefur stór plön, Strickland verður gerða að smámynd sem kemur bráðum út og næsta platan sem verður aftur hip hopp rapp kemur á þessu ári fyrst sem kvikmytnd og síðan plata The Ballad of Belmarsh.

Strickland var reyndar búin að slá í gegn áður en húm kom út, ef marka má forpantanir hjá Amazon í UK, en lögin Stay Too Long og She Said kom út áður platan kom út. Prayin‘ næsta smáskífa fór í 1. Sæti en síðan hafa The Recluse og Love Goes Down komið út á smáskífum líka.

Upphaflega talaði Ben um að hann væri að gera project um dópastann David Frost, um dópvandamálin, endurhæfinguna sem ekki virkar , um glæpi sem fylgja í kjölfarið. Eins og hann sagði : Þetta er stór saga, sem gæti orðið framhaldssaga…

David Frost breyttist í Strickland Banks, plötu myndbönd og bráðum kvikmynd.

Fyrstu tvö lögin er ástarsöngvar, Love Goes Down og Writin g‘s On The Wall. Stay Too Long fjallar um kynlíf með áðdáenda, sem Banks hafnar síðan og þar af leiðandi kærir hún hann um nauðgun og She Said fjallar um það.

Banks er dæmdur og Welcome To Hell fjallar um móttökurnar í fangelsinu. Hard Times og The Recluse fjalla síðum um sálarlífið í fangelsinu. Prayin‘ er síðan um stríð Banks gegn öðrum fanga. Í lokalaginu er hann aftur kominn í dómsalinn á vegna nýrra sannana, án þessa að sekt eða sakleysi sé niðurstaðan.

Allt þetta er áhugavert og vert umfjöllunar og verður flott á sviði í söngleik og fyrsta skipti hlakka ég til að s´ja einn slíkan með alvöru plotti og söguþráði.

Strákurinn er virkilega efnilegur.

Auðvitað truflaði sagan mig verulega þegar ég byrjaði að hlusta. Ég hef ekki keypt plötuna og þar af leiðandi einbeitt mér mér að músíkinni og flutningnum og las CV ið bara í gærkvöldi.

Hvað höfum við hér í raun?

Nýjan Paul Young? Arftaka Amy Winhouse?

Aðdáenda Eminem og The Streets?

Aðdáenda Guy Ritchie? Aðdáenda Coen bræðra?

Smokey Robinson aðdáenda? Northern Soul?

Eða bara enn eina bresku soul eftirhermuna í kjölfar Amy Winhouse, Adele, Commitments?

Mér finnst nokkur lög góð, The Recluse með strengjunum, Prayin‘, She Said, sem Amy ætti að klóna, Love Goes Down, Stay Too Long, Welcome To Hell og Writing‘s On The Wall.

7 stjörnur af 10.

Kannski stendur hann undir væntingum og öll plönin meira en auglýsingar, en ég hef enga ástæðu til að treysta PR þvaðri þessa dagana.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *