TOM JONES – PRAISE AND BLAME (2010)

Tom Jones er nokkuð sér á báti og fellur illa inn í einhverja skilgreiningu.

Hann varð frægur 1965 með laginu „It‘s  Not Unusual“, kraftmikið, öruggt lag sem hefði vel fallið að rödd Elvis Presley til dæmis og „What‘s New Pussycat“ úr samnefndri kvikmynd.

1965 komu út plötur á borð við Help og Rubber Soul með Beatles, Highway 61 og Bringing It All Back Home Með Bob Dylan, Kink Kontroversy og Kinda Kinks með Kinks, My Generation með Who, Mr Tambourine Man með Byrds og December‘s Children með Rolling Stones. Og lög eins og Satisfaction, Help, My Generation og Like A Rolling Stone.

Elvis og Cliff voru gamaldags og halló og þó að Tom Jones væri jafnaldri John og Ringo var hann strax gamaldags og halló.

„What‘s New Pussycat“ var ekta „novelty“ lag sem fólk annað hvort hafaði eða fílaði á sama máta og grínlög.

Í kjölfarið komu lög eins og Green Green Grass Of Home, Delilah og Help Yourself og kallinn var fljótt kominn til LA og að syngja fyrir alvöru peningakalla í Las Vegas.

Nokkrum árum síðar fékk ég Tom Jones í jólagjöf, og ég fékk meira að segja kærustuna til að skipta henni fyrir fyrstu King Crimson plötuna eða Space Oddity með Bowie, svo það væri ekki gert grín í búðinni.

Tom Jones hlaut uppreisn æru 1988 með Prince lagið Kiss og plötuna Move Closer eða At This Moment eins og hún hét í Bretlandi.

Van Morrison samdi fyrir hann heila plötu 1991 Carrying A Torch sem varð fyrsta platan sem ég keypti með Tom, sem mikill Morrison aðdáendi.

Eftir það hefur hann verið að gera ágæta hluti, „Sex Bomb“ af Reload plötunni var heldur betur vinsælt partílag til dæmis.

Praise & Blame er hins vegar dálítið óvenjuleg Tom Jones plata. Las Vegas er hvergi nálægt, stórar hljómsveitir og brass hvergi nálægt.

Upptökustjórinn Ethan Johns, sonur Glyn Johns og bróður sonur Andy Johns, enn af heitustu upptökustjórum seinni ára fetar hér í fótspor Rick Rubin, T Bone Burnett, Daniel Lanois og Buddy Miller og rífur Tom aftur til fortíðar, svona back to the basics.

Platan er góður vitnisburður um hvers virði og hversu magnaðar þagnir eru í tónlist.  Hljóðfæraleikur er dálíð í Country Blúes stíl og jafnvel smá boogie.

Lögin eru öll gospel skotin ef ekki hreinræktuð gospel lög. Himnaríki og bölvun helvítis eru í öðru hverju orði.

Burning Hell eftir John Lee Hooker er sérstakega áberandi en þar er Tom ásamt trommuleikara og slide/bottleneck gítarleikara og ekkert meira.

What Good Am I? eftir Bob Dylan verður að nýju lagi og fer hér eftir inn í safn ódauðlegra Dylan laga eftir þennan flutning. Ain‘t No Grave er miklu betra heldur en titillagið á síðustu Johnny Cash plötunni.

Það er engin gröf framundan á meðan hún var greinilega í augsýn í flutningi Johnny Cash.

Traddanir Run On, Nobody‘s Fault But Mine og Didn‘t It Rain eru ekta svertingja gospel söngvar sem Tom gerir góð skil.

Hvert einasta lag skiptir máli á þessari plötu enginn slök lög eða flutningur.

Röddin er góð hjá Sir Tom sjötugum, útseningar snilldin ein þar sem þagnir og rými eru í hávegum hafðar og þettar er ekki síður merkileg Ethan Johns plata.

Tom er búinn að hinta að þessu um nokkurt skeið, hefur verið að dúetta í hinum og þessu tradda lögum síðustu tuttugu árin.

Hér hvorki Kiss eða Sex Bomb, heldur hrátt gospel og blús.

7 stjörnur. Besta heppnaða plata Toms að mínu mati.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Plötufréttir, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *