FRAN HEALY – WRECKORDER (2010)

Fran Healy hefur leitt hljómsveitina Travis í ein 15 ár með ágætum árangri, 6 breiðskífur, fyrsta fór inn á topp í Bretland næstu tvær í fyrsta sætið í Bretland og topp 10 í Bandaríkjunum, The Man Who og The Invisible Band 1999 og 2001, síðan fór að renna undan þeim með 12 Memories, 3ja sæti í Bretlandi og bara topp 50 í Bandaríkjunum, næsta í  4 og 97 og loks 20 og ekki á lista í Ameríkunni.

Þeir gerðu nokkur góð popplög eins og Why Does It Always Rain On Me?, Turn, Comin Around, Sing,  Side og Flowers In My Window. Sing var vinsælast en bara 3ja sæti samt.

Kannski er hann að gera sólóplötu vegna þess að tvær síðustu Travis plöturnar seldust illa. Kannski er hann að gera sólóplötu þar sem hann býr nú í Berlín ásamt þýskri konu sinni og börnum.

Mér fannst Travis alveg ágætir, skemmtilegt poppsánd, góð bresk rödd og fínar lagasmíðar.

Wreckorder er einmitt í þessum klassa, beint framhald af Travis, ekkert frábrugðið í rauninni, ekkert nýtt og ekkert afgerandi. Þetta er svona plata sem stórstjarna með 30 ára feril  að baki getur leyft sér að gera.

Á plötunni eru fin lög í anda Travis, Supertramp, Graham Nash, smá Paul McCartney.

Buttercups er fín smáskífa, fr´bært popplag í rauninni og Anything verður það líka, As It Comes með Paul Mc á bassa vinnur á seiðandi með áhrifum fráCSN, Jackson Browne og Madness.

Sing Me To Sleep hljómar kannski smá frábrugðið með Neko Case í gestahlutverki.

Eins og hann segir í laginu „Holiday“ „I Think You Need A Holiday“ ….

Aukalögin „Robot“ og „Sierra Leone“ eru reyndar lög sem hefði styrkt aðalútgáfuna, „Robot“ smá grín að unglingsárunum og músíkinni sem hann hlustað á þá eins og Gary Numan!

„Sierra Leone“ með Good The Bad And The Ugly blístri, en að öðru leyti dálítið Madness feelingur.

Ég á ekki eftir að kaupa þessa plötu þó að ég eigi allar Travis plöturnar.

5 stjörnur, meðalmennskan er ekki alveg fyrir mig í dag.

En … það eru flott lög á plötunni sem ættu að verða vinsæl og kannski bjarga ferlinum.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *