KANYE WEST – MY BEATIFUL DARK TWISTED FANTASY (2010)

Kanjei West er án efa stærsta poppstjarnan á stjörnuhimninum í dag í Bandaríkjunum kannska að frátöldum nokkrum kvenstjörnum á borð við Beyonce og Lady Gaga.

Hann er svarti ameríski draumurinn alinn upp af móður sinni sem var prófessur í ensku, áður en hún gerðist umboðsmaður sonarins.

Faðir hans var í Svörtu hlébörðunum, síðan ljósmyndari og nú kristinn ráðgjafi, hvað sem það er.

En Kanye sem er 33 ára hefur reyndar fjölbreytta hæfileika. Hann byrjar sem eftirsóttur upptökustjóri, fyrst og fremst í rappi/hipp hoppi, en líka í poppinu, m.a. Jay Z, Janet Jackson, Mopp Deep og Alicia Keys, eftir að hafa gefist upp á háskólanámi.

Hann fer síðan að rappa sem gestur með ýmsum t.d. Jay Z og gefur síðan út fyrstu sólóplötuna „The Collage Dropout“  2004, sem slær í gegn með lögunum Jesus Walks, Through The Wire og All Falls Down – 4 milljónir seldar

Last Registration  kom síðan út 2005 seldist meira með Gold Digger sem aðallagi.

2007 kom svo Graduation  með Stronger sem vinsælasta laginu.

808s And Heartbreak kom út 2008 og sló í gegn eins og áður með Heartless og Love Lockdown .

Eins og vill verða þegar menn ruglast í rýminu af vinsældum peningum og völdum, hefur honum orðið á oftar en einu sinni og meira að segja náð þeim árangri að fá tvo forseta Bandríkjanna upp á móti sér. Hann er varla mjög vinsæll á opinberar verðlaunaafhendingar eftir að hafa gert sig af fífli og í heimsku sinn móðgað aðra tónlistarmenn þó sérstaklega hvíta.

Kanye West hefur líka komið fram í sjónvarpsþáttum, framleitt föt, skó með Nike og eigin skólínu og eflaust margt fleira.

En hvað um það við ætlum að fjalla um 5tu plötuna hans „ My Beautiful Dark Fantasy“ sem er flottur titill til að byrja með, og milljónum sinnum betri en vinnuheitið „Good Ass Job“ sem var eflaust tilvitnun í Barak Obama sem kallaði hann Jackass!

Ég hef fylgst með rappi og hipp hoppi úr fjárlægt en sjaldan hrifist nema af einu og einu lagi í gegnum tíðina. Reyndar ansi oft af lögum sem taka poppmelódíur að láni og setja góðan þungan hipp hopp takt í lögin.

Kanye er reyndar snillingurinn í þeim bransa og ég held að hann sé að fá að láni lykilatriði í flest laganna, allavega þau betri.

Hann byrjar flott á tilvitnunum úr „Öskubusku“ í Dark Fantasy, sem mér finnst flottasta lagið. Reyndar er það lagið hans Mike Oldfield In High Places sem Jon Anderson úr Yes syngur sem er lykillinn ásamt enskum hreim leikarans sem les textann sem gera lagið gott.

Næsta lag er Gorgeous, reyndar var Páll Óskar á undan honum en munurinn á þeim tveimur er sá að hjá Páli er þetta smá grín en ég held að Kanye trúi því að hann sé Gordjuss! Ég las einhvers staðar að „You Showed Me“ eftir Byrds sé sett inn í lagið einhvers staðar og það er rafmagnsgítar áberandi í laginu.

„Power“ er virkilega kröftugt lag sem byrjar með flottu indíjána chanti, rappi og svo er „21st Century Schizoid Man“ laumað inn og út um allt í laginu. Það er lag frá progrokkurum King Crimson sem ér er mikill aðdáandi að. Kanye skemmir ekkert imyndina, kannski fara einhverjir pokabuxar að hlusta á King Crimson hver veit?  Dwele í aðalhlutverki.

Þetta var líka fyrsta smáskífan löngu áður en platan kom út.

„All Of The Lights“  er nýjasta og fjórða smáskífan og nýtur þess að vera undir áhrifum „The Final Countdown“ frá Europe, og svo Elo áhrif og alles!

„Monster“ var þriðja smáskífan, með James Brown öskri inni á milli, ekkert hvítt í þessu lagi. Jay Z og Rick Ross og Bon Iver hjálpa í söngnum og rappinu.

Manfred Mann Earth Band eiga smávegis í laginu „So Appelled“ , rapp með strengum  og plötuþeytara! Jay Z, Pusha T og RZA hjálpa.

Smokey Robinson er áhrifavaldur út um allt í músík og er það vel þessi Motown söngvari og lagasmiður er heiðraður í hljóm í laginu „Devil In A Blue Dress“ Poppí! Rick Ross hjálpar.

„Runaway“ byrjar á einmanalegum píanótónum og rennur í þungan hip hopp takt og rapp mikið popp í þessu samt. Þetta smáskífa númer tvö. Grípandi popp í svona Police stíl. Pusha T litar hljóminn.

Í Hell Of A Life er bútar úr lögum frá Black Sabbath (Iron Man), Tony Joe White (Stud Spider) og Mojo Men (She‘s My Baby) Grípandi viðlag, já enn og aftur popp! (Og með harpsichord hljómandi rafmagnspíanói)

John Legend hjálpar Kanye í The Blame Game, sem er líka en eitt popplagið, rólegt með celló og strrengjum og píanói með töktvélum.

Vocoder byrjunin í laginu á vel við í „Lost In The World“ en hann samplar frá Gil Scott Heron, Manu Dibango (Soul Makassa), Lyn Collins og Bon Iver! Sem syngur reyndar í laginu sjálfur.

„Who Will Survive In America“ – bara endapunktur – statement.

„See Me Now“ er aukalag plötunnar sungið af Beyonce og rappað af Charlie Wilson, með flottum sömpluð bakröddum.

Bon Iver, Elton John, Beyonce, Fergie, Dwele , The-Dream, Jay Z, Drake, Alicia Keys, Kid Cudi, Rihanna, Gil Scott Heron eru meðal stjörnugesta.

Er þetta ekki allt of gáfuleg hipp hopp rapp plata?

Þó að allir Amerískir plötudómar lofi hana stórefa ég að hún verði eins vinsæl og fyrri plötur hans þegar nýjabrumið er fallið. En hver veit?

En þetta er bara poppplata – já jafnvel ágæt poppplata! Fullt af flottum hugmyndum, fléttum, sándum og vel gert.

6 stjörnur – með skemmtilegri og hugmyndaríkari rap/hipp hopp plötum allra tíma.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *