ADELE – 21 (2010)

Þessi 22 ára stelpa sem verður 23 í byrjun maí hefur heldur betur slegið í gegn með fyrstu tveimur plötum sínum 19 og 21.

Hún er fædd í London 1988 og og búin að gefa út músík í fjögur ár.

Fyrsta breiðskífan 19 kom 2008 og gerði það ansi gott. Fór beint í 1. sætið í Bretlandi og gaf af sér 7 smáskífur þar á meðal To Make You Feel My Love eftir Bob Dylan.

Hún vann líka tvö Grammy 2009 : Best New Artist og Best Female Pop Vocal Performance.

Hún var byrjuð að syngja 4 ára, Spice Girls og Destinys Child og uppgötvaði Ettu James og Ellu Fitgerald í HMV þegar hún var að leita að hárgreiðsluhugmyndum (!!!!!)

XL útgáfufyrirtækið tók eftir henni á My Space, en kunningi hennar hafði sett inn 3 lög á My Space síðu í hennar nafni.

Hún var reyndar næstum búin að klúðra ferlinum með drykkju þegar hún þurfti að hætta við fyrsta Ameríkutúrinn af þess völdum.

Hún hefur verið heiðruð af Brits, af BBC, af Q, Mercury Prize.

Söng hennar er líst sem Blue Eyed Soul, Heartbroken Soul, henni er líkt við Amy Winehouse og Duffy og vissulega  er það réttmætt að einhverju leyti.

Það er engin spurning að stelpan getur sungið. Og það er hrós frá mér þegar ég segi að hún minni mig á Julie London.

21 er plata með ástarlögum, má jafnvel jalla hana stelpuplötu. Endalausir sambandatextar,  glötuð ást, sambandsslit, framhjáhald, samanburðarfræði og endalausar pælingar um sambönd. Það er eflaust þörf fyrir slíka plötu og virðingarvert að einhver geri hana og það þetta vel.

Lögin eru ágæt, Rolling In The Deep, Rumor Has It, Someone Like You og Set Fire To The Rain allt fín lög en snerta ekki eina taug í mér. Sönghæfileikar og æfingar snerta mig heldur ekki þegar músíkin hreifir mig ekki.

Rick Rubin er einn af tveim upptökumeisturunum.

Ok fín og vönduð stelpuplata, en ekki fyrir mig.

4 stjörnur fyrir að vera betri grunnur fyrir músíkuppeldi smástelpna en flestar aðrar Britney, Beyonce, Lady Gaga, Spice Girls, Duffy og allar hinar sem gleymast á fimm árum.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *