ELLEN – LET ME BE THERE (2011)

Ekki gerði ég ráð fyrir að Ellen kæmi svo fljótt með nýja plötu eftir hina frábæru „Draumey“ sem hún gerði með Pétri Ben.

En fyrir tilviljun kom upp sú hugmynd að hún gerði plötu með Pétri Hallgrímssyni, sem hefur verið að spila með Emiliönu Torrini og Kylie Minogue, og var í hljómsveitunum Ex og Loooq til dæmis.

Þau fóru að vinna úr lagahugmyndum, og líklega hefur Pétur átt nóg í handraðanum sem hann hefur ekki komið að í öðrum verkefnum því ég veit að tónlistaráhugi hans er breiður.

Til dæmis má heyra Les Paul og hans gítartækni áberandi, nokkuð almennt á plötunni. Spilamennskan og útsetningar eru svo fallaga agaðar og hreinar, sem á virkilega vel við rödd Ellenar sem er vel upptekin og bakrödd Péturs sem fylgir eins og skuggi í flestum laganna.

Fyrsta lagið „Do You Know“ setur tóninn með fallaga hljómandi kassagítar áður Ellen byrjar. „You‘re sleeping in peace now“ er líklega saknaðarljóð til fallins ástvinar, gullfallegt án þess að vera væmið.

„The Beach“ er popplagið og áherslulag plötunnar í útvarpsspilun. Lag samdi Pétur upphaflega um ferðalag til strandbæjarins Brighton í Englandi, sem vinsælasta sólströngin í Bretlandi. Þau kláruðu það síðan saman, en þetta er bjart og skemmtilegt lag sem hefur þetta „sérstaka“. Án efa eitt af lögum ársins.

„Wherever She Is Going“ er reyndar elsta lag plötunnar en var breytt í samstarfinu og að mér skilst vegna þess að dóttir Ellenar var ung að flytja til New York, sem hefur alltaf mikil áhrif á foreldra.

„Life“ er eina sem Ellen semur ein á þessari plötu, gullfallegt og vel gert. Miklar pælingar um lífið, náttúruna og sálartetrið „so if I need to get away from all the things that bring me down I‘ll pack your things and say goodbye find another way“

„Home“, blústónar, en fjallar um það hve gott sé að koma heim til Íslands.

Lagið „When Will I See You“ minnir svo sannarlega á Les Paul og Mary Ford. Fallegt gítarpikkið og góður dúett söngurinn. Textinn er saknaðarljóð til manneskju hinum megin á hnettinum. Mjög sérstakt.

„All I ever wanted is right here“ heitir í raun „Sleeping“ þó ég haldi að það komi reyndar ekki fram í textanum. Ekki sterkasta lagið á plötunni en samt hluti af heildinni.

Textinn í „Mother‘s Eyes“ er saminn í kringum samtali sem Pétur átti við eldri herramann í rútu á leið frá Albany til New York fyrir mörgum árum. Hann hafði verið hermaður í Frakklandi og sýndi honum mynd af dóttur sinni „she definitely has her mother‘s eyes“.  Dálítið Pink Floyd legt og hefði alveg átt heiima á „The Wall“ eða „The Final Cut“.

Titillagið „Let Me Be There“ er samið af Ellen og Pétri saman. Nett spil hjá Pétri, Jakobi Magnússyni, bassaleikara, Matthíasi Hemstock, trommuleikara og Sigurði Guðmundssyni á orgeli. Ekta vangalag!

„…. until then let me be there for you….“

Pælingar um samskipti, skilin og misskilin er vel við hæfi í lokalagina, „Dreams“  „… and we run away pack our hopes and dreams sunshine in our hearts we can do it now…“.

„Let Me Be There“ er ein besta plata sem ég heyrt langa langi. Þó ég hafi verið hrifin af „Draumey“ plötunni, þá snerti hún mig ekki eins og þessi.

Textarnir eru virkilega góðir, lögin eru góð, spilamennskan er frábær og söngur líka.

Ellen er ekki við eina fjölina felld í tónlistinni, en þetta er fjölin sem mér finnst fallegust.

10 stjörnur

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *