LADY ANTEBELLUM – NEED YOU NOW (2010)

Country elskurnar Lady Antebellum hafa heldur betur snert hjörtu Bandaríkjamanna. Fimm Grammy verðlaun þann 18. Febrúar síðast liðinn fyrir breiðskífuna Need You Know og samnefnda smáskífa. Og þetta er bara önnur plata þeirra. Fyrsta platan „Lady Antebellum“  og þau voru tilnefnd fyrir þá plötu bæði 2009 og 2010 og fengu ein verðlaun þá.

Allar þrjár smáskífurnar af „Need You Now“ hafa endaði í 1. sæti Billboard og einn af „Lady Antebellum“  og báðar breiðskífurnar enduðu, eða öllu heldur byrjuðu,  í 1. sæti Country breiðskífulista Billboard.

Bandið var stofnað 2006 af félögunum Charles Kelley og Dave Haywood og Hillary Scott sem kynntist Charles í gegnum MySpace síðu hans!!

Útgáfuferill hófst með smáskífu í lok 2007 og fyrri breiðskífan kom út í apríl 2008.

Need You Now er ekta Country Pop formúlu plata slatti af mid tempó lögum og líflegum ástarlögum með ástarsöngvum, sorgleg ballaða, nokkur rokkuð gleði popp lög og þessir útværu ástarsambandatextar út um allt.  Kelly hefði alveg getað verið í Hvaða Eagles band sem er og minnir stundum á Jackson Browne og stundum á Bon Jovi.

Stars Tonight hefði átt að vera smáskífulag, rokkaða gleðipoppstílnum.

Need You Now er besta lagið á plötunni, og platan truflar mig ekkert. Ég hlusta ennþá á Jackson Browne, Eagles og allar gömlu Country Rokk hetjurnar mínar á meðan þetta hét ekki Country. Hins vegar man ég ekki eftir neinum nýjum stjörnum sem hafa snert mig síða 70 80.

Hins vegar hafa gömlu hetjurnar heldur ekki toppað það sem þær gerðu 70-80.

Til hamingju með öll verðlaunin, alla söluna og velgengnina, en ég er ekki að fara að kaupa þessa plötu, það voru alla vega 200-300 betri plötur að mínu mati á síðasta ári.

En Need You Now er samt flott lag. Og textinn grípur „It‘s quarter after one, I‘m a little drunk and I need you now.“  „I‘d rather hurt than feel nothing at all“ eru flottar setningar, eins og oft heyrist í country geiranum.

4 stjörnur.

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *