JOHN GRANT – QUEEN OF DENMARK (2010)

John Grant er svo sem enginn nýliði í tónlistinni þó að margir séu að uppgötva hann núna í kjölfar þessa að Mojo valdi fyrstu sólóplötu hans plötu ársins og ég reyndar líka á Poppheimum á netinu.

John Grant kemur úr efnilegri amerískri hljómsveit sem hét Czars. Þeir létu fyrsta á sér kræla árið 2000 með plötunni Before … but Longer, sem var þriðja plata þeirra.

Ég tékkaði á næstu plötu The Ugly People vs The Beautiful People sem kom 2001, en þótti ekkert merkileg.

Hins vegar keypti ég næstu plötu Goodbye 2004 (#30 2002) og Sorry I Made You Cry, sem var í raun sólóplata Grants kom 2006 og mér fannst hún 5. besta platan það árið.

Queen Of Denmark birtist síðan um miðjan apríl á síðasta ári og ég var óþreytandi að troða honum upp á félaga mína á músíkklúbbfundum án mikils árangurs þó!

Þessi plata gerði ekkert á vinsældalistum en flestur plötugagnrýnendur í Bretlandi voru jákvæðir og ég varð mjög glaður þegar Mojo sá ljósið og gáfu henni 5/5 stjörnur, og ákvað að enn væri líf í blaðinu. Ameríkaninn hefur hins vegar bara gaman af Kenye West og Janelle Monae og öðrum african american snillingum, nú eða „baðstrandapoppi“.

Danadrottning er ein af þessum einstöku plötum sem fara beint inn í „1001 Plata sem þú verður að heyra og kaupa áður en þú deyrð“ bókina sem ég er að skrifa.

Hvert einasta lag er gott. John, sem á erfitt með að sætta sig við textana sína og semur þá endalaust aftur, þarf ekki að gera það lengur hann er svo sannarlega búinn að ná tökum á góðum textum sínum.

Raddsviðið er kannski ekki mikið enda er baritónrödd ekki beint rokkrödd.

Ég heyrði nokkuð cover með Czars á sínum tíma t.d. Angeleyes eftir ABBA sem var aukalag á smáskífunni Paint The Moon, og heyrði bara allt annað lag.

Þið getið alveg ímyndað ykkur Abba og Carpenters taka lögin hans og og fattað hvers rosalega góð lögin eru þannig.

Ekki get ég alveg staðsett áhrifavalda, en ég veit að sem unglingur hélt hann upp á Supertramp og Star Trek!, en hann 42 ára. Ef ég vissi að hann hafi hlustað á Dory Previn þá mundi ég nefna hana sem áhrifavald (en það er ólíklegt). Jú og kannski Harry Nilsson og Randy Newman líka. Og auðvitað ELO!

Auðvitað er ekkert skrýtið að gáfumannabandið Midlake spili undir hjá honum, þetta voru ekki ósvipuð bönd Midlake og Czars. En hvernig skyldi þeim hafa liðið eftir að hafa gert mun betri plötu með Grant en þá sem þeir voru að gefa út?

Þeim leist ekkert á þunglyndið sem hann var sokkinn í, drykkju, dóp og komplexa út af samkynhneigð sinni (dálítið skrýtið í músíkheiminum í dag þar sem annar hver músíkant veit ekkert hvernig hann snýr!

Platan er vægast sagt ekki yfir prodúseruð og minnir mig smávegis á Debut með Björk. Ég man þegar Einar Ben gaf mér prufu af plötunni löngu fyrir útgáfu og kom síðan og spurði mig hvernig mér fyndist.

Flott lög flott sungið flott demo, hvenær á að taka hana upp!

Ég hefði viljað heyra meiri útsetningar, alvöru strengi í stað strengjavéla og svo framvegis. En í dag er ég á því að hún sé perfect. Þessi 70s hljóð í synthum og bassa og píanó eru perfect. Englabakraddirnar er líklega bara félagar hans í Midlake að syngja kvenraddir en mikið er það flott.

I Wanna Go To Marz er hreint út sagt meistaraverk, textinn sem liðast svo skemmtilega og lagið, sem er svo fagmannalega samið með kór og milliköflum, söngurinn og hljóðfæra leikurinn, sér í lagi píanóið segir mér að þetta lag verði að komast í hóp vinsælustu laga poppsögunnar ef eitthvað réttlæti er til, við hlið Abba laga og Baker Street t.d.

Chicken Bones er líka ofboðslega sérstakt og grípandi og ætti að vekja athygli á honum. Af skiljanlegum ástæðum er Gerry Rafferty ofarlega í huganum í dag og auðvitað minnir margt gott á hann og átti til að semja svona „tongue in Check“ texta með svona boogie lögum.

Sigourney Weaver sem, lék aðalhlutverkið í myndinni Alien, er samlíkingin í þessu lagi . Hann syngur um Jupiter og Mars, Aliens og Extraterrestial verur. Einhver sagði að lagið minnti á Freebird Lynyrd Skynyrd.

TC and the Honeybear  er upphafslag plötunnar, fjallar um brostnar ástir og sjálfsmorðshugsanir, en allt sett fram sem ævintýri. Sterkt lag.

Where Dreams Go To Die minnir mig eitt af mínum uppáhöldum, Gordon Haskell, til að byrja með en síðan Carpenters í viðlaginu! Flott lag.

Silver Platter Club byrjar eins og Save Your Kisses For Me! Frábært … en textinn er dálítið bitrari og fjallar ansi bitur um sjálfs (ó) öryggi.

It‘s Easier er lag sem vinnur byrjar rólega og milt en hækkar og verður kröftugra, Outer Space vinnur líka á með gamaldags farfisa rafmagnspíanó sándi og 70s 80s hljóðgervlum og flottri melódíu og JC Hates Faggots sem minnir harkalega á Jeff Lynne og ELO og fjallar um minnimáttarkennd samkynheigðs manns.  Og í þessari flottu poppgleði!

NBæst koma tvo nokkuð þung lög sem taka lengri tíma, Caramel og Leopard And Lamb.

Og flippað titillagið Queen Of Denmark rödd og píanó, „I wanna change the world but I could not  even change my underwear“, dálítið sorglegt en samt.  Da´litill keimur af Harry Nilsson og „Without You“ topplaginu hans sem reyndar var samið af poppbandinu Badfinger.

Ég er búinn að ná mér í Deluxe útgáfuna sem er með aukaplötu og fjórum aukalögum sem eru fálítið öðruvísi en lagið Fireflies hefði sömað sér vel á aðalplötunni.

Ímyndið ykkur líka David Lynch og Twin Peaks, Twilight Zone og Stephen King það er hluti af stemmningunni.

Já þetta var svo sannarlega plata ársins.

Sem þýðir auðvitað 10/10!

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

One Response to JOHN GRANT – QUEEN OF DENMARK (2010)

  1. thorn says:

    Þetta er plata sem leynir á sér en vinnur síðan á með hverri hlustun eins og góðar plötur gera gjarnan.
    En alveg rétt hja þér Halldór, þetta er meistaraverk sem hefur algjörlega hitt mig í hjartastað, bíð spenntur eftir næstu plötu Grants, þangað til er hægt að melta þessa betur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *