R.E.M. – COLLAPSE INTO NOW (2011)

Þrímenningarnir í R.E.M. eru sammála um að þeir hafi ekki gert betri plötu, hugsanlega sé „Out Of Time“ jafngóð.

Plötudómar eru yfirleitt nokkuð jákvæðir og sumir kvarta meira að segja undan því að þeir geri ekki vondar plötur.

En áður en við tökum plötuna fyrir má nefna að þetta er 15 stúdíó plata þeirra. Þeir voru lengi kúltúr band eða frá byrjun 1980 til „Out of Time“ 1991

Auðvitað sneru margir kúltúr aðdáendur bakinu í þá þegar þeir fóra að vera fastagestir á vinsældalistum og að selja plötur. En í raun hafa REM alltaf haldið sínu striki, þeir hafa sitt sánd og eru sinni tónlist trúir.

Þessa ofurvinsældir fóru þó að dvína tæpum áratug síðar, og líklega eru „Out Of Time“, „Automatic For The People“,  „Monster“ og  „New Adventure in Hi Fi“ toppurinn á vinsældaferli þeirra þó flestir eigi kannski aðrar plötur sem uppáhald.

Þeir hafa gert ágætar plötur síðan en kannski engin stórvirki.

„Collapse Into Now“ virkar aftur á móti á mig eins og „stór“ plata. Þeir vilja greinilega sanna sig, vera stoltir af starfi og verkum sínum. Þeir hafa greinilega valið bestu lögin sem þeir áttu á kostnað samfellu í músík, enda er tími breiðskífunnar ekki beint núna, þegar fólk kaupir bara uppáhaldslögin sín á mp3 hjá Amazon og iTunes.

Platan er þar af leiðandi dálítíð ruglingsleg, hvert topplagið á eftir öðru, en ekki endilega sama sándið eða sama tempóið eða sama viðfangsefnið. Hér eru öll aðalsmerkin, ballöður, smá pönk, mikill gítar og mandólín, líklega á Peter Buck þó nokkuð mikið í plötunni.

Lenny Kaye og Patti Smith eru í tveimur lögum og setja sitt mark, sérstaklega Patti í Blue og Discoverer. Eddie Vedder og Peaches eru líka gestir, hvað sem það segir.

Og textarnir eru margir þessi virði að læra þá utan af, einfaldleikinn á móti skrýtnum tilvitnunum er hans aðalsmerki og gleðja mann þegar maður les þá.

Til að byrja með eru uppáhaldslögin mín smáskífurnar „Mine Smells Like Honey“, ekta upbeat REM með Byrds gítar, „Oh My Heart“, sem er gull fallegt; „Uberlin“, með hey now take your pills, hey now make your breakfast, hey now comb your hair and off to work ….

Og síðan má ekki gleyma opnmunarlaginu, „Discoverer“, ekta REM, „Me Marlon Brando Marlon Brando & I“ , flott mandolin lag,  rokklögin „All The Best“ og „Alligator Aviator Autopilot Antimatter“ … , „It Happened Today“, þjóðlagafeeling með mandolíni og Eddie Vedder , en samt dálítið geðveikt ….

Já þau eru öll góð, þetta er óhemjugóð plata.

Gamalt og gróið band getur alveg gert frábæra plötu og held að R.E.M. sanni það hér.

Þessi plata fer í minn topp REM klassa með „Green“, „Out Of Time“, „Automatic For The People“, „Monster“ og „New Adventures in Hi Fi“.

Ég er ánægður með þessa plötu, já held að ég eigi eftir að elska þessa plötu og ég á eftir að spila hana mikið.

Og þeir geta verið stoltir eftir 31 ár í bransanum.

10 stjörnur.  (3ja 10 stjörnu platan mín á árinu!)

 

 

It‘s just like me to overstay my welcome

Let‘s sing and rhyme

Let‘s give t one more time

let‘s show the kids how to do it

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *