Um höfund

Halldór Ingi Andrésson
Ég hóf feril minn sem poppskríbent á Þjóðviljanum árið 1975 þegar ég tók við poppsíðunni Klásúlum. Þaðan fór ég til Vísis rúmu ári síðar og skrifaði um popp þar, bæði í aðalblaðið og helgarblaðið. Skömmu síðar hóf ég líka skrif á Vikunni og var með fastan þátt þar í tvö ár. 1979 fór ég til Morgunblaðsins og skrifaði þar 1-2 síður á viku um poppmúsík, auk þess að skrifa greinar í Billboard og Music Week á sama tíma.
1981 var ég ráðinn útgáfustjóri hjá hljómplötuútgáfu Fálkans, auk þess að sjá um innflutning og yfirumsjón búðanna, sem þá voru fjórar.
Árið 1983 stofnaði ég Plötubúðina sem lengst af var á Laugavegi 20 eða til 1996 og sérhæði sig í sérpöntunum og var með eigin innflutning að mestu leyti.
Þrettán árum síðar gekk ég til liðs við heimsrisann í músíkinni, Virgin Megastore. Þrátt fyrir stærsta hlut í músíksölu í Kringlunni fyrir jólin 1996 og 1997, hætti búðin og ég tók við starfi verslunarstjóra hjá Japís í Kringlunni og viti menn, Japis var söluhæsta plötubúðin í Kringlunni jólin 1998! ( 🙂 )
1994 og fimm var ég með þátt á Rás 2 sem hét „Í Poppheimi“ á laugardagskvöldum í beinni í einn og hálfan tíma á kvöldi auk þess að leysa af í stöku þáttum (aðallega “með grátt í vöngum” 🙂 ).Fyrir jólin 1998 var ég einnig með innskotsdóma á íslenskar plötur á Bylgjunni.
Plötubúðin er reyndar ennþá til sem pöntunarfélag, en starfsemin hefur þó legið niðri frá falli lýðveldisins í október 2008 og verður varla endurreist fyrr en gengi pundsins fer niður í 170 kr.
1999 fór ég að starfa sem sölumaður hjá Húsakaupum og lauk námi til löggildingar fasteignasala 2006 og starfa nú sem löggiltur fasteignasali og eigandi hjá fasteignasölunni Fasteignaland í Faxafeni 10. Í febrúar 2010 byrjaði ég að dæma plötu vikunnar á Rás 2 í Popplandi sem var vel viðeigandi, ásamt Hauki Magnússyni, ritstjóra Grapevine og meðlimi í Reykjavík! og plokkfisksala! sem varð bæði mikil upplifun og skemmtun eins og ég vissi.   Sá “þáttur” var settur af haustið 2011, en ég fenginn til að vera með þátt á föstudagskvöldum ásamt vinum mínum Gulla Sigfúss og Sigga Sverris, báðir þaulreyndir útvarpsmenn. Þátturinn heitir Plötuskápurinn. Plötuskápnum var lok haustið 2016.

Plötuskápurinn var settur í sumarfrí á vordögum 2014 en settur inn aftur í október sama ár en án Sigga Sverris sem hætti.

Að auki hef ég skrifað dóma í flugritið Ský frá miðju ári 2014.

Hægt er að ná í mig í síma 897 4210 og plot@internet.is

One Response to Um höfund

  1. Pingback: Augnablik – Arnþór Snær

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *