FRÆBBBLARNIR – Í HNOTSKURN (ROKK) CD 9 stjörnur

scan0022

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

scan0044

Posted in Uncategorized | Leave a comment

DIDDÚ – 60 ÁRA (Sena) 3CD 7 stjörnur

scan0043 scan0021

Posted in Uncategorized | Leave a comment

SIGURGEIR SIGMUNDSSON – SIGURGEIR SIGMUNDSSON (Hvísl) CD 2015 – 8 stjörnur

scan0018Það er ekki á hverjum degi sem menn gefa út gítarplötu. Og það gítarplötu án söngs. Sigurgeir er flestum áhugamönnum um íslenska tónlist vel kunnur. Hann hefur á síðustu árum spilað mikið á fetilgítara, stálgítara og þess háttar, en hann er fyrst og fremst rafmagnsgítarleikari og það í fremsta flokki. Maður hefur á tilfinningunni að hans áhrifatími í tónlist sé hetjurokkið sem var mest áberandi á áttunda og níunda áratugnum, einn magnaður gítarleikari kemur oft upp í hugann við hlustun á þessari plötu, en það er Gary Moore, og ekki leiðum að líkjast. Og ekki skrýtið að lokalagið heiti Blús fyrir Gary.

Platan hefst á laginu 17 júní 1944. Í laginu heyrum við brot úr ræðu afa hans Sigurgeirs Sigurðarssonar, sem var biskup Íslands í fjórtán ár frá 1939 til 1953. Ræðan gefur laginu ákveðinn sjarma og hefði átt að slá í gegn.

Upptökustjóri plötunnar er Jóhann Ásmundsson, bassaleikari Mezzoforte, en hann spilar bassann á plötunni en þess má geta að allt spil og hljómur og upptaka plötunnar er í hæsta gæðaflokki.

Einu sinni Kani alltaf Kani, minnir mig nú meira á sænsku hljómsveitina Europe, mjög líflegt rokklag, Riðið yfir Mælifellssand er auðvitað í flottum Sprengissands reiðtakti, rokkabillílagið Hafðu það einfalt kemur líka vel út og Blús fyrir Gary er milt blús lag í anda Gary Moore og eins má segja um Troðnar slóðir. Heyr himnasmiður er eina tökulagið á plötunni sett í nýaldarsnið í byrjun en laglínan er síðan tekin á sólógítarinn, vel heppnuð útgáfa.

Tvö aukalög er á plötunni annars vegar Ekkert mál, lag sem Sigurgeir samdi við heimildarmynd um krafta kallin Jón Pál Sigmarsson og hitt er lagið Paradís, en bæði þessi lög eru tekin upp með hljómsveitinni Start sem Sigurgeir var meðlimur í.

Það er mikill fengur í þessari plötu. Virðing fyrir góðum gítarleik, góðum upptökum og hljóðfæraleik er í heiðrum hafður.

Það kæmi mér á óvart ef tónlistin á ekki eftir að heyrast sem kynningarstef í útvarpi og sjónvarpi.

8 af 10 stjörnum

Hia

Umslagið er í frekar leiðinlegum hlandgrænum lit en upplýsingarnar eru góðar.

Posted in Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized | Leave a comment

JÚNÍUS MEYVANT JÚNÍUS MEYVANT (Record Records) cds 2015 8 stjörnur

scan0017

Júníus Meyvant er skeggjaður rauðhærður Eyjapeyji sem vakti mikla athygli með lag sitt, The Color Decay (English American). Júníus er skáldanafn Unnars Gísla Sigurmundssonar.

Strákurinn er með mjög skemmtilega og sérstaka rödd, og er að leika sér með sándi úr fortíðinni á skapandi hátt. Soul og fönk og brass og kórar, en að undirlagi samt indie folk með sterkri melódíu.

Þar af leiðandi hefur breiðskífu frá honum verið beðið með smá eftirrvæntingu, en hún er ekki komin, heldur 4ra laga plata með The Color Decay,  Nýju lögin eru í sama filing, fönk soul brass og kórar og kassagítar. Raddbeiting Júníusar er full keimlík Ásgeiri Trausta, sem hann ætti að hrista af sér, alveg óþarfi að vera með tvo svoleiðist. Hailslide var síðan kynnt til sögunnar á sama tíma og lagið kom á safnplötunni This is Icelandic Indie Music Volume 3. Hörkufínt lag í svipuðum anda og The Color Decay. Signals er þunglamalegt með strengjum, dálítið kvikmyndalegt. Gold Laces er kannski hans besta lag, grípandi gospel hjómandi indie folk pop.

Ég bíð áfram eftir breiðskífu með smá eftirvæntingu.

8 af 10 stjörnum

Umslagið er svart, grátt með rauðum og bleikum pastellitum, nokkuð gott.

 

Posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist | Leave a comment

OF MEN AND MONSTERS – BENEATH THE SKIN (Record Records) CD 2015 – 10 stjörnur

scan0013

Posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized | Leave a comment

VINTAGE CARAVAN – ARRIVAL (Nuclear Blast) CD 2015 – 9 stjörnur

scan0014

Posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized | Leave a comment

TRÚBOÐARNIR – ÓSKALÖG SJÚKLINGA (NASL) CD 2015 – 7 stjörnur

scan0003Nafnið Trúboðarnir gefur ýmislegt í skyn. En eru þeir að boða kassagítar og troubadour anda þeirra frá 60s? Eru þeir að kannski að gera grín að sjálfum sér fyrir textana? Eða er þetta bara leikur að orðum til að láta taka eftir sér?

Ekkert að þessu ætti að virka í dag án góðrar tónlistar. Nafnið og titill plötunnar og húmorinn ætti að virka gegn þeim, allavega hefði ég haldið það.

Músíkin er dálítið í anda amerískrar verksmiðjutónlistar eins og það er stundum kallað. Allt í lagi með það. Sum laganna er vel grípandi og vel flutt.

Textarnir eru allir “topical” eins og það er kallað á ensku. Fjalla um ýmis umfjöllunarefni úr líðandi stundu, svona eins og samin upp úr fréttunum.

Krónukallinn fjallar um hrunið og krónuna, “Nú munum við loksins sjá hvar blá höndin kyrkir bleikan grís”. Jú jú textinn er eftir Hallgrím Helgason.

Óskalög sjúklinga fjallar um angistina að lenda inn á spítala í dag, “Læknir leysir landfestar á morgun” J

Ósómi fjallar um ósóma klerkastéttarinnar, en þar hafa sumir framið ódæðisverk í skjóli trausts á trúnni.

Alþýðumaðurinn er dálítið innhverft, og Upp í sveit, er leitin að náttúrunni, uppruna okkar flestra, en Sér til sólar er um níðinginn Fritzl, sem er nú full mikið til að ég sæki í að spila það lag aftur og aftur.

Vantrúboð – því vísitölur vernda oss og leiða og virðisauki okkar sálu bjargar, við röltum saman gróðaveginn greiða þá gefst oss að lokum krónur margar. – Ræður peningahyggjan ríkjum?

Mansalar fjallar um mansal og Rétta leiðin er kannski sá texti sem hittir best í gegn, ekkert trúboð.

Karl Örvarsson er aðal kallinn hér, semur flest lögin, syngur og spilar og semur flesta textana. Guðmundur Jónsson, Gummi í Sálinni, spilar á gítar og er meðsöngvari Karls. En aldrei þessu vant semur hann ekkert. Heiðar Ingi Sveinsson spilar á bassa. Semur flest lögin með Kalla og á í nokkrum textum líka og er kallinn á plötuumslaginu.  Trommurnar lemur Magnús Rúnar Magnússon.

Fínt rokk, ekkert flókið, bara trommur, bassi, gítar og hljómborð og ógrynni af reynslu og þekkingu á músik sem skilar sér í pottþéttu bandi með fullt af fínum lögum og hugmyndum sem hafa heyrast aftur, og mega alveg heyrast aftur, eins og Óskalög sjúklinga, Krónukallinn og Rétta leiðin, sem eru allt góð lög.

7 af 10 stjörnum.

Umslagið er rautt á hlandgrænu og húð. Sköllótur miðaldra maður með skegg, grátt að hluta og gleraugu og bleik heyrnartól og nafn hljómsveitarinnar og plötunnar í rauðum kross, Rauði krossinn eða Sviss?  Æi mér finnst það ekki gott sorrí.

Posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist | Leave a comment

VESTANÁTTIN – VESTANÁTTIN (GUSTUK) CD 2015 – 7 stjörnur

 

scan0002Kántrírokk hefur alltaf verið vinsælt á Íslandi, enda sú músík sem er kannski líkust fyrstu poppmúsíkinni íslensku. Nettar melódíur með einföldum takti og venjulegum lífsreynslutextum.

Vestanáttin er eitt nokkuð margra verkefna lagasmiðsins, gítarleikarans og söngvarans Guðmundar Jónssonar oftast kenndan við Sálina hans Jóns míns, og kallaður Gummi.

Tónlist Vestanáttarinnar er öll samin af Guðmundi bæði lög og textar. Áhrifin koma úr síðtíma amerisku kántrí og þar af leiðandi við hæfi að vera með góða söngkonu, hana Ölmu Rut.

En textarnir eru sumir bitrir, sérstaklega út í “Hrunið” og hrunvalda. Þeir eru þó margir hverjir með ágætum húmor og bjartsýni í endann. Þessi lög væru hvassari í meira rokki og með karlsöngvara. Almar Rut syngur átta laganna, sum með Guðmundi. Guðmundur syngur tvö laganna einn og Guðrún Árný með eitt með Ölmu.

Tveimur laganna hefur verið sérstaklega hampað, það er að segja gefin út smáskífa á netinu sérstaklega, Sjá handan að, sem fjallar um missi lífsförunauts og sungið af Guðmundi og Ölmu, og hitt lagið er Í alla nótt, þar sem Alma Rut syngur ein. Textinn þar byrjar svona: Bílinn vantar bensín, buddan orðin tóm, brunalykt af kortinu og ég í ljótum skóm, en endar: dönsum nú og hlægjum út í eitt – í alla nótt.

Ég hef trú á því að nokkur lög í viðbót myndu hljóma vel í útvarpi, lög eins og Skagaströnd og ég og Komdu með í ferð. Þar sem ástin í hjörtum býr og Eina prósentið sem eru líka pottþéttir kandidatar í vinsæl lög.

Sigurgeir Sigmundsson á stórleik á fetil gítar, stálgítar og dóbró eins og við er að búast. Pétur Kolbeinsson er á bassa og Eysteinn Eysteinsson á trommum og sjá um frábæra fyllingu.

Að sjálfsögðu semur Guðmundur góð lög og kántríð á vel við hann. Alma Rut er góð söngkona, en einhvern veginn finnst mér hún ekki sannfærandi og gefur engar tilfinningar, syngur bara vel.

En samt, ágætt.

7 af 10 stjörnum fyrir góð lög.

p.s. Umslagið er svart, hvítt, með kántrí stíl innan, brúnt timbur í bakgrunn texta. Í bókinni. Selur varla mörg auka eintök.

Posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist | Leave a comment

THIS IS ICELANDIC INDIE MUSIC III (Record Records) CD 2015 8 stjörnur

scan0012This Is Icelandic Indie Music III er þriðja kynningarplata Record Records á nýútkomnu og óútkomnu efni á vegum útgáfunnar. Hinar tvær náðu góðri sölu og vinsældum.

Fjögur laganna eru af væntanlegum plötum með Júníusi Meyvant, Hjaltalín, Axel Flovent og Moses Hightower.

Lagið með Júníusi, Hailslide, er skemmtilega gamaldags svona early 70s með gospel bakröddum og brassi, strengjum og tropical trommum. You Can’t Always Get Want You Want (Rolling Stones) svífur yfir og utan um. Lagið með Hjaltalín er líka dálítið 70s,  bakraddaveggir, poppað lag, funk og pop. Það er líka af væntanlegri plötu. Axel Flóvent er einnig með lag af væntanlegri plötu, Forest Fires. Minnir á Ásgeir Trausta, svona nútíma singer songwriter. Skemmtilegur hljómur. Öll þessu lög vekja fyrirfram áhuga á væntanlegum plötum.

Moses Hightower eru Steely Dan Íslands. Ég veit ekki hvort þeir eru með jafn mikla fullkomnunar áráttu og Steely Dan, en ef þeir eru það ekki, þá eru þeir bara miklu betri! Snefill er af væntanlegri plötu þeirra og lofar góðu.

Máni Orrisson er folkari, minnir að það sé kallað indie folk. Í anda Of Monsters And Men kassagítar, piano og auka glamur. Hljómar vel. Fed All My Days er fínt indie folk af plötunni Repeating Patters.

Waterfall er flott electro pop lag af fögurra laga plötu hljómsveitarinnar Vök, Circles.

Holiday er af Brighter Days plötu FM Belfast sem er ágætis popp plata og lagið Holiday er hreint frábært popp og alveg ótrúlegt að það hafi ekki náði 1. sæti út um allt.

AmabAdamA er feykivinsælt íslenskt reggae band með hina ofur vinsælu útvarpskonu Sölku Sól, sem er þó að mestu bakraddarsöngkona á plötunni Heyrðu mig nú, og hún var valinn söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum ef én man rétt. En forsprakki, aðalsöngvari og lagasmiður AmabAdamA er Gnúsi Yones og hann er alveg með þetta íslenska reggae á hreinu. Og bandið hljómar allt vel og músíkin er smekkleg. Gaia er lagið hér.

Teitur Magnússon er forsprakki Ojba Rasta, annarar reggae sveitar en hann gerði sólóplötuna 27 fyrir síðustu jól og eitt af vinsælu lögum plötunnar Vinur vina minna minnir mig reyndar á frumraunir Greifanna og álíka banda frá fyrri öld, en fínt á þjóðhátið.

Mammút er í anda Bjarkar og Kolrössu krókríðandi. Þau hafa ekki náð að heilla mig eins mikið og flesta, en alveg ágæt samt, en ég á varla eftir að muna lengi eftir laginu Þau svæfa.

See Hell með Agent Fresco er eitt fjögurra laga á Icelandic Indie sem er á Rás 2 vinsældalistanum þegar þetta er skrifað ásamt Moses Hightower, Júníusi Meyvant og Hjaltalín. Nokkuð sérstakt lag sem grípur vel, dálítið stadium rokk! En ekkert að því.

Venjulegasta bandið á plötunni, Valdimar, endar þessa fjölbreyttu og skemmtilegu plötu með einu af vinsælu lögunum af síðustu plötu sinni, Ryðguðum dans.

Góður vitnisburður um gróskuna í íslenskri tónlist.

Hia

8 stjörnur af 10

p.s. Umslagið er svart, hvítt og grátt með auka pastel bláum lit. Og þrátt fyrir hið netta pappa umslag með diskabakka eru nægar upplýsingar um lögin á umslaginu.

Posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist | Tagged | Leave a comment

VÖK – CIRCLES (Record Records) cds 2015 6 stjörnur

scan0008Vök er tríó – tveir strákar og ein stelpa, sem eru að gera sveimandi elektróníska poppmúsík.

Hljóðmyndin er góð byggir auðvitað mikið á “gervla”hljóðum, en þó má heyra í náttúrulegum saxófón sem Andri Már Enoksson spilar á svona í anda 80s hljómsveitarinnar ABC. Ólafur Alexander Ólafsson spilar á bassa og gítar og Margrét Rán Magnúsdóttir spilar á hljómborð og syngur.

“Waterfall” sker sig úr og er sterkt lag eitt og sér en lögin fjögur “Adrift”, “Circles”, “If I Was” og “Waterfall” hljóma vel sem ein heild.

6 af 10 stjörnum

Umslagið er svart, hvítt og grátt í anda dagsins en þó með nafni hljómsveitarinna og titil á réttum stað. Bakhliðin er skemmtilega gamaldags, 60’s með þremur stökum myndum af meðlimunum, vantar bara “liner notes”. En flott hönnun.

Posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist | Leave a comment